Matardagbók

Matardagbók

Af hverju ætti ég að halda matardagbók? Til hvers að fylgjast með því sem ég borða?

Ávinningurinn af því að halda matardagbók er margfaldur. Það gerir þér kleift að fylgjast með og vinna í átt að settum markmiðum. Þú verður meðvitaðri um hvað þú borðar og þróar með þér betri ákvarðanatökur í sambandi við mat. Það getur hjálpað þér að bera kennsl á ofnæmi eða veikindi sem tengjast því sem þú borðar. Einnig getur verið fjárhagslegur ávinningur í því að skipuleggja og fylgjast með máltíðum og drykkjum.

Hvernig notar þú matardagbókina?

Með matardagbókinni seturðu þér markmið, býrð til vikuplön og skráir máltíðir á hverjum degi. Þú getur skráð magn, hitaeiningar, prótein, fitu og kolvetni í því sem þú borðar. Oft er nóg að fylgjast með því sem þú borðar til að átta sig á því hvað er hægt að beturumbæta.

Bókin er hönnuð til að vera nytsamleg fyrir alla, ekki bara þá sem eru í rosalegu átaki eða taka þátt í keppnum og þurfa að skrá allt. Heldur líka fyrir þá sem eru að reyna að gera betur og vilja taka betri ákvarðanir í sambandi við mataræði og heilsu.

Fremst í bókinni eru upplýsingar um mataræði og næringu. Þetta eru almennar upplýsingar sem er auðvelt að finna á netinu og þetta er hugsað sem áminning. Þar er líka hægt að finna lista yfir vítamín og steinefni sem eru nauðsynleg fyrir líkamann. En á þeim lista er hægt að finna fæðutegundir sem innihalda mikið af vissu næringarefni í hverjum flokki. Þessi listi sýnir vel hversu fjölbreytt fæðið þarf að vera til að veita líkamanum allt sem hann þarf.

Það að halda matardagbók hjálpar þér að verða meðvitaðri um hvað þú borðar og veitir stöðuga áminningu um markmiðin þín. Þú tekur eftir því eftir smá tíma að allar ákvarðanir í sambandi við mat verða betri og markvissari.

Algengt er að einkaþjálfarar og næringafræðingar biðji fólk um að halda matardagbók, þetta gerir þeim kleift að fylgjast með og gera tillögur að breytingum á mataræði. Þú getur í raun byrjað hvenær sem er að halda dagbók, enda skiptir ekki máli hvort að þetta sé skoðað strax í byrjun eða eftir einhvern tíma.

Mataræði er langtíma verkefni og því þarf að breyta hægt og rólega. Best er að gera eina litla breytingu í hverri viku, minnka neyslu á einhverju eða skipta út fyrir betri kost. Fólk endist stutt í megrunarkúrum þegar það breytir öllu skyndilega og það dettur fljótlega í gamlar venjur.

Sýnishorn úr bókinni
Matardagbók sýnishorn

Hvernig byrja ég?

Þú byrjar á því að setja þér markmið. Til dæmis: ég ætla að léttast á þessu ári, minnka slæmar matarvenjur, fylgjast með næringarefnum, fylgjast með hitaeiningum.

Ákveddu hvernig þú ætlar að nota bókina, og passaðu að taka hana alltaf með þér og skrá allt niður um leið og þú borðar, ekki bíða með það þar til seinna. Þetta gerir þér líka kleift að hugsa þig tvisvar um áður en þú byrjar að borða.

Skráðu allt, það getur verið freistandi að sleppa tilteknum hlutum. En mundu að þú ert að gera þetta fyrir þig, vertu heiðarleg/ur. Með nákvæmari skráningu getur þú náð betri árangri. Að auki er enginn annar að fara að skoða bókina þína nema með þínu leyfi.

Haltu áfram, þetta verður auðveldara. Það getur verið rosalega erfitt að byrja, en þetta er fljótt að lærast og daglegt mataræði er yfirleitt ekki að breytast mikið, það auðveldar skráningu. Í fyrstu er ekki nauðsynlegt að skrá allt niður, byrjaðu t.d. á því sem þú borðar og magninu, þú getur alltaf reiknað út hitaeiningarnar seinna. Það er alltaf hægt að gera skráninguna ítarlegri þegar þetta er orðið að venju.

Matardagbók með dagatali

Kostir við að halda matardagbók

Að borða rétt er lykillinn að því að halda líkamanum heilbrigðum, en það er ekki það eina sem þú þarft að hugsa um. Líkamsrækt, nægur svefn og andlegt ástand skipta líka miklu máli. Fólk fer oft að finna fyrir lífstílstengdum kvillum fyrir fertugt. Hvort sem það er tengt starfi, kyrrsetu, hreyfingarleysi eða matarræði. Með því að setja þér markmið og bæta heilsuna þá er oft hægt að lagfæra marga kvilla.

Að halda dagbók getur hjálpað þér að halda skipulagi og ná betri viljastyrk, aðrar dagbækur eins og fyrir æfingar geta unnið saman til að ná endanlegu markmiði þínu.

Nokkur lykilatriði sem skipta máli

Fylgstu með því hversu mikið þú borðar í hverri máltíð og næringarinnihaldinu í því sem þú borðar. Það er mikilvægt að hafa mataræðið fjölbreytt en þú þarf ekki að innbyrða allar tegundir af mat á hverjum degi.

Einnig getur verið gott að skrá hvenær þú borðar mat, kannski er einhver ákveðinn tími dags þar sem þú ert að borða of lítið eða of seint. Þá er hægt að lagfæra það.

Umhverfisþættir geta haft áhrif, hvar ertu að borða máltíðirnar. Ertu í vinnunni, á ferðinni eða heima við. Passaðu líka að borða ekki of hratt og koma í veg fyrir slæmar aðstæður.

Tilfinningar geta haft áhrif á magnið sem þú borðar. Það er þekkt vandamál að fólk borðar meira til að láta sér líða betur. Einnig geta sumir ekki látið mat vera sem borinn er á borð, borðar bara af því að maturinn er þarna. Neikvæð sjálfsmynd hefur líka áhrif, en það er eitthvað sem er hægt að vinna í að laga með því að setja sér raunhæf markmið til að byggja upp sjálfstraust og láta sér líða betur. Á hverri blaðsíðu í matardagbókinni er dálkur til að skrá tilfinningar eða annað sem skiptir máli.

Settu þér markmið og gerðu litlar en varanlegar breytingar.

Matardagbókinni er ætlað að vera hvatning og hjálpartæki fyrir þig til að ná markmiðum þínum. Hún er framleidd með það í huga að gott sé að skrifa í hana og stærðin á henni A5 (15x21cm) er nógu lítil til þess að hægt sé að taka hana með sér hvert sem er. Kápan er matt lamineruð til að veita smá vernd gegn bleitu. Í bókinni eru 124 blaðsíður sem endast fyrir daglega skráningu í 4 mánuði.

Nú er tíminn til þess að temja sér nýtt hugarfar og ná markmiðunum með því að gera varanlegar breytingar í átt til heilbrigðara lífs. Byrjaðu strax.

Hægt er að versla matardagbókina á síðunni hjá okkur með því að smella á hlekkinn hérna fyrir neðan.

Kaupa Matardagbókina
Smelltu hér til að kaupa þessa vöru

 

Smelltu hér til lesa um Æfingadagbókina okkar
Smelltu hér til lesa meira um UniqueArt.is


Karfan þín (0)

Karfan þín er tóm
FARA EFST