Um UniqueArt

Um UniqueArt

Hvernig byrjaði UniqueArt?

Þetta byrjaði sem áhugi á því að búa til listaverk sem væru einstök.
Hugmyndin á bak við einstöku listaverkin er að hver persóna sé einstök og ætti að hafa sitt eigið listaverk sem er einstakt. Þaðan kemur nafnið UniqueArt.

Einstök listaverkMeira um einstöku listaverkin

Þessi vinnsla á stafrænum listaverkum hefur ekki sést áður á Íslandi.
Og er mjög sjaldgæf í heiminum.
Listaverkin byggjast á grundvallarformum í mörgum litum og eiga að fá þig til að hugsa.

Vinnuflæðið

Upprunaleg hugmynd listaverkanna er unnin í Illustrator. En það er svo brotið niður í marga parta. Flóknar formúlur eru búnar til fyrir hvert listaverk sem skapar streng 200 stafi að lengd. Þessir strengir eru síðan settir í gagnagrunn sem staðfestir þá sem einstaka og gefur þeim raðnúmer. Næstum notum við strengina til að hlaða öllum pörtunum saman,merkjum það með raðnúmerinu og gerum prentskrárnar tilbúnar.

Framleiðslan

Listaverkin eru prentuð í 30x40 cm, en hægt er að fá sumar tegundir í stærri útgáfu.
Það sem við prentum á hvítan pappír fer á 300gr Munken Polar ID.
Svarti pappírinn er endurunninn 270gr Playcut.

Listaverkið er prentað á HP Indigo stafrænni prentvél sem notar Electro Ink til að ná hámarks ljósfestu.

Plaköt sem þú getur búið tilPlakötin sem þú getur búið til

Við bjóðum líka upp á að búa til veggspjöld á netinu, þetta er frábært kerfi sem býður upp á marga möguleika. Við setjum upp mörg útlit af plakötum sem er hægt að panta án þess að breyta, en ef þú vilt þá er hægt að breyta litum, eða texta, jafnvel setja inn þínar eigin myndir.

Matardagbókin og Æfingadagbókin
Æfingadagbókin og Matardagbókin

Það var eiginlega alveg óvart að við fórum að setja saman svona bækur. Okkur langaði í svona sjálf og ákváðum að bjóða upp á þetta til sölu. Viðbrögðin hafa verið mjög jákvæð hingað til og það er gaman að geta boðið fólki upp á þetta.


    Next

Karfan þín (0)

Karfan þín er tóm
FARA EFST