Hugmyndir að jólagjöfum

Hugmyndir að jólagjöfum

Nú fer að styttast í jólin og fólk byrjað að leita að gjöfum fyrir ástvini sína, sem eiga að gleðja og skapa hátíðlega stemningu þegar pakkarnir eru opnaðir á aðfangadagskvöld. Það getur verið erfitt að finna réttu gjöfina, sérstaklega þar sem margir í dag eiga alltof mikið af öllu. Hvað á að gefa fólki sem virðist eiga allt? Og hvernig getur maður glatt fólkið sem manni þykir vænst um? 

Minningar, það er skemmtilegast að upplifa allar góðu stundirnar með fólkinu sem þú elskar og gleyma allri efnishyggju. Í dag þá skiptir minna máli hvað gjöfin kostar, heldur en það hvaða þýðingu hún hefur fyrir einstaklinginn. Sumir vilja fá hluti sem þeir geta nýtt sér dagsdaglega, og það eru góðar gjafir, en í amstri dagsins er stundum gott að fá áminningu um góðu stundirnar með fjölskyldu og vinum.

Við bjóðum upp á mikið úrval af jólagjöfum sem þú getur búið til úr góðum minningum. Hér eru nokkrar skemmtilegar hugmyndir að jólagjöfum sem við bjóðum upp á.

Fyrir fjölskylduna

Persónuleg Jólagjöf

Þessi veggspjöld eru skemmtileg í anddyrinu eða nálægt innganginum á heimilinu. Það má segja að þetta sé nútímaleg útgáfa af heima er best eins og var alltaf svo vinsælt í gamla daga. En núna getur þú raðað saman fjölskyldunni, skrifað nöfnin þeirra eða sett inn myndir af fólkinu þínu.

Þú getur skoðað þetta betur hér

Dagatöl með myndum og atburðum

Jólagjöf Dagatal

Við höldum að vinsælasta gjöfin hjá okkur þetta árið verði dagatöl með ljósmyndum af fjölskyldunni. Við bjóðum upp á fjórar tegundir af dagatölum fyrir þessi jól.

Það er hægt að búa til stórt dagatal 32cm á breidd og 46cm á hæðina. Hægt er að setja eina eða fleiri myndir á hvern mánuð og það er auðvelt að koma mörgum fyrir vegna þess hversu stórt þetta dagatal er. Hérna getur þú sett inn þína eigin atburði með myndum.

Einnig erum við með minimalískt dagatal í stærðinni A4 eða 21 cm á breidd og 30 cm á hæð, þar eru stórir dálkar til að skrifa inn í með viku dögum, frídögum og helstu atburðum. Þú getur skrifað inn afmælisdaga og annað ásamt því að geta sett inn myndir á dagana.

Svo bjóðum við upp á dagatala spjöld í stærðunum 15x21 cm og 15x10 cm. Spjöldin koma í lausu svo þú getur gert það sem þú vilt við þau, sett í stand, á ísskápinn eða í Ikea fléttiramma eins og hafa verið vinsælir. Svona spjöld hafa verið að slá í gegn svo það er gaman að geta boðið upp á að setja eigin myndir á spjöldin.

Þú getur skoðað þetta betur hér

Þú ert frábær

Jólagjöf veggspjald, þú ert frábær

Gefðu sérsniðið veggspjald með mynd og texta þar sem allt sem þér finnst frábært við manneskjuna kemur fram. Textinn getur verið eitthvað yndislegt eða fyndið og lýsandi. Þetta veggspjald þarf ekki að vera stórt, A4 stærðin er fín og kostar ekki mikið.

Þú getur skoðað þetta betur hér

Íþróttaveggspjald

Jólagjöf íþróttaplakat tilvalin gjöfFyrir fólk sem stundar íþróttir þá gæti verið gaman að búa til veggspjald með myndum frá liðnu ári. Hægt er að setja inn texta og logo íþróttafélagsins. Þetta getur átt við allt mögulegt. Fótbolta, handbolta, körfubolta, karate, hlaup, sund eða dans, hvað sem þér dettur í hug!

Þú getur skoðað þetta betur hér

Gjafakort

Jólagjöf Gjafakort eða Gjafabréf

Gjafakort eru alltaf vinsæl og það er mjög auðvelt að panta slíkt á síðunni hjá okkur. Hægt er að nota gjafakortin á allar vörur sem eru í boði og við getum sent þau rafrænt í tölvupósti eða með Íslandspósti.

Þú getur skoðað þetta betur hér

 

 

Smelltu hér til að sjá hvað er í boði á uniqueart.is

Smelltu hér til að lesa um hvernig veggspjöldin okkar eru prentuð

Smelltu hér til lesa meira um UniqueArt.is


Karfan þín (0)

Karfan þín er tóm
FARA EFST